Markaðshlutdeild Landsbankans í útlánum til sjávarútvegs og landbúnaðar er um 40% og ríflega fimmtungur af útlánasafni bankans er til þessara atvinnugreina.
Sjávarútvegur og landbúnaður hafa alla tíð skipað sérstakan sess hjá Landsbankanum og eru samofnir sögu hans frá upphafi. Atvinnugreinarnar voru lengi vel burðarstoðir íslensks atvinnulífs og hafa á síðustu árum orðið þær greinar þar sem tækifærin eru hvað mest til nýsköpunar, þróunar og framfara.
Starfsmenn sjávarútvegs- og landbúnaðarteymis Landsbankans hafa fjölbreytta þekkingu og reynslu sem nýtist ólíkum fyrirtækjum innan þessara atvinnugreina um allt land.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.
Vinsamlegast fylltu út formið til að panta tíma í Vesturbæjarútibúi