Bankaábyrgðum má í meginatriðum skipta í tvo flokka, annars vegar innflutningsábyrgðir og hins vegar bakábyrgðir eða ábyrgðaryfirlýsingar.
Tilgangur innflutningsábyrgðar (e. Documentary Credits) er að stuðla að greiðu uppgjöri á milli seljanda og kaupanda. Ábyrgðin felur í sér að seljandi getur verið viss um að fá sína greiðslu að uppfylltum skilmálum og kaupandi fær í hendurnar nauðsynleg skjöl til að geta leyst út vöruna.
Þótt bakábyrgðir (e. Guarantees) vegna vöruviðskipta séu algengastar gefur Landsbankinn einnig út ábyrgðaryfirlýsingar í öðrum tilvikum.
Bankaábyrgð tryggir bæði hag kaupanda og seljanda.
Öryggi seljanda er tryggt með því að bankinn er skuldbundinn að greiða honum andvirði vörunnar fullnægi hann ákvæðum ábyrgðarinnar. Geri hann það, hefur staða kaupandans lítil áhrif á seljanda.
Seljandi getur fengið greiðslu fyrir vöruna á meðan hún er á leiðinni til kaupanda án þess að nota lánsviðskipti banka.
Kaupandi er viss um að greiðsla verður ekki innt af hendi til seljanda fyrr en seljandi hefur staðið við skyldur sínar skv. skilmálum ábyrgðarinnar.
Með bankaábyrgð á kaupandi auðveldara með að fá vörukaup sín alveg eða að nokkru leyti fjármögnuð af sínum banka þar til varan kemur til landsins.
Þegar ákveðið hefur verið í samningi á milli kaupanda og seljanda að greiðsluskilmálar verði í formi bankaábyrgðar sem verði greiðsluhæf í banka seljanda, sækir kaupandi um það til síns viðskiptabanka að hann gefi ábyrgðina út.
Í ábyrgðarumsókninni koma fram þau atriði sem seljandi þarf að uppfylla til að fá andvirði vörunnar greitt.
Þegar Landsbankinn hefur tekið á móti ábyrgðarumsókn frá viðskiptavini á þar til gerðu eyðublaði, hún samþykkt og kaupandi sett fram umbeðnar tryggingar, þá sendir Landsbankinn ábyrgðina með SWIFT skeyti til tilkynningarbanka sem síðan tilkynnir hana áfram til seljanda.
Umsóknareyðublöðin geta viðskiptavinir Landsbankans fengið sendar til sín á rafrænu formi.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.
Vinsamlegast fylltu út formið til að panta tíma í Vesturbæjarútibúi